Tuesday, March 1, 2011

-Það fíla það ekki allir að fara í nytjamarkaði, eða í kolaportið . 
Ég er ein af þeim sem elska að fara í svona búðir og róta til og finna mér einhverja hluti/föt 
sem ég á eftir að nota mikið, og kannski einhvað sem ekki allir eiga.


Þennan fallega sófa keypti ég og maðurinn minn í búðinni Fríðu Frænku ,
sú búð er stödd á Vesturvegi 3. í miðbæ Reykjavíkur. 
Sófann fengum við á einungis 6700kr. og finnst mér það enginn peningur í dag fyrir sófa! 
Hann er handsmíðaður frá Belgíu og er frá árinu 1970.
Að vísu þurfum við að yfirdekkan en hann hefur nýst okkur mjög vel hingað til , og ekki skemmtir hvað hann er fallegur.

(ég bara elska sérhvert díteil)

-

- Þennan blazer jakka fékk ég í Rauðakross búðinni beint á móti Hlemm á 1000kr. !
 
 
-
Þessa skó fékk ég í Kolaportinu á 1500kr. (Þetta eru gamlir keiluskór)
Stelpan sem seldi mér þá keypti þá erlendis,og komst sjálf aldrei í þá, 
henni fannst þeir svo flottir og hafði þá hangandi á vegg heima hjá sér.
 
-
-
ein af mér síðan síðasta sumar í þessu saman...



Takk!
Kv. Sigga Unnur



No comments:

Post a Comment