Friday, March 25, 2011

Music...


-
Skellti mér á tvenna tónleika í þessari viku og eina tónleika í vikunni þar áður.
Enda er tónlist stór partur í mínu lífi! Ég einfaldlega gæti ekki verið án hennar!

-Myrra Rós var að halda styrktartónleika á Café Rósenberg.
Unnar maðurinn minn(Júníus Meyvant) var að spila þar ásamt Lay Low, Elín Ey, Myrru og fleirum.
Mér þykir alltaf jafn gaman að koma inn á Café Rósenberg, gamaldags og töff staður.










Svo fór ég á styrktartónleika sem Kvennó hélt á Sódóma til styrktar Abc barnahjálp.
Þar voru vinir mínir í Mukkaló að spila ásamt fullt af skemmtilegum hljómsveitum eins og Sin Fang.








- - -
- -
-
-Læt fylgja tvo linki af Myrru Rós og Mukkaló ... enjoy!




 Góða helgi!





Monday, March 21, 2011

Heklaðir kertastjakar

   

Mér finnst ekkert meira kósý en kertaljós...

Ég elska að föndra,sauma og handavinnast... og var að vafra um á google, 
og rakst á þessa skemmtilegu uppskrift af hekluðum kertastjökum hjá einni íslenskri konu . 
Hún kallar sig handod.blogspot.com 

-Hérna eru kertastjakarnir sem ég gerði 



-

Bestu kv. Sigga



Sunday, March 20, 2011

 Guðmunda Guðrún er ein af þeim konum sem er bara flott ! Innan og að utan!
Hún er töff týpa, hefur gott tískuvit, á fallegt heimili og er sannkallaður listamaður!
Hún er lærður hárgreiðslusveinn, og er að klára sjúkraliðarnám.

Hún saumar og hannar, heklar, prjónar og allt annað sem kemur að handavinnu.
Guðmunda var einungis 10 ára gömul þegar hún hannaði og
saumaði fyrstu flíkurnar á dúkkurnar sínar.

Ég fékk að kíkja heim til hennar og taka myndir af fallega heimilinu hennar , 
kjólum sem hún hefur hannað og saumað, og af ýmsu dóti sem hún hefur hannað og er að vinna að.

Guðmunda tekur við sérpöntunum, hún hefur flíkurnar júník, og engar eins.
Hún kallar sig -Guðmunda design- og hér er email-ið hennar ef þið viljið hafa samband við hana.

gudmundagudrun@hotmail.com















 -

Takk fyrir mig
-Sigga Unnur

Saturday, March 12, 2011

Blúndur...


-
Í dag ákvað ég að kíkja í Nytjamarkaðinn hérna í eyjum, og var sko ekki svikin ! 
Ég fann fjórar tegundir af blúndum alveg marga marga metra, 
og þetta fallega vintage hálsmen á einungis 1000 kr.!!! gera aðrir betur! :D
Þannig núna get ég misst mig í að sauma einhvað fallegt úr þessum fallegu efnisbútum/blúndum!

(bleik-hvít,fjólu-purpurauð,og tvennskonar hvítar blúndur)


-
Góða helgi!
Kv. Sigga Unnur




Tuesday, March 1, 2011

-Það fíla það ekki allir að fara í nytjamarkaði, eða í kolaportið . 
Ég er ein af þeim sem elska að fara í svona búðir og róta til og finna mér einhverja hluti/föt 
sem ég á eftir að nota mikið, og kannski einhvað sem ekki allir eiga.


Þennan fallega sófa keypti ég og maðurinn minn í búðinni Fríðu Frænku ,
sú búð er stödd á Vesturvegi 3. í miðbæ Reykjavíkur. 
Sófann fengum við á einungis 6700kr. og finnst mér það enginn peningur í dag fyrir sófa! 
Hann er handsmíðaður frá Belgíu og er frá árinu 1970.
Að vísu þurfum við að yfirdekkan en hann hefur nýst okkur mjög vel hingað til , og ekki skemmtir hvað hann er fallegur.

(ég bara elska sérhvert díteil)

-

- Þennan blazer jakka fékk ég í Rauðakross búðinni beint á móti Hlemm á 1000kr. !
 
 
-
Þessa skó fékk ég í Kolaportinu á 1500kr. (Þetta eru gamlir keiluskór)
Stelpan sem seldi mér þá keypti þá erlendis,og komst sjálf aldrei í þá, 
henni fannst þeir svo flottir og hafði þá hangandi á vegg heima hjá sér.
 
-
-
ein af mér síðan síðasta sumar í þessu saman...



Takk!
Kv. Sigga Unnur